M2 fasteignasala kynnir í einkasölu - Glæsilegt fullkárað raðhús ásamt bílskúr við Huldudal 5 í Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ.
Húsin eru 171,7fm samtals að stærð. Íbúð er 143,3fm og bílskúr 28,4fm.
Húsin skiptast í forstofu, gestasalerni, þvottahús, eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi, tvö barnaherbergi,
hjónaherbergi með fataherbergi og sérbaðherbergi, geymsla og bílskúr.
3D myndband af Huldudal 5,7 og 9Fullbúin skilalýsing í pdf fylgir söluyfirlitiAfhendingartímiEignirnar skilast á byggingarstigi 7 . Fullbúin að utan og fullbúið að innan.
Áætlaður afhendingartími er 16.júní 2025
Byggingaraðili er Blikksmiðja Suðurnesja ehf.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]
Húsin skilast á byggingarstigi 7, fullkláruð bygging,Skilalýsing:Lóð og teikningarÍ suðurgarði íbúðanna verður lóð tyrfð ásamt vélslípaðri stétt með lögnum fyrir heitan/kaldan pott.
Skjólveggur á milli lóða verður einnig tilbúinn. Skýli fyrir þrjár flokkunartunnur verða við innkeyrslu hverrar
íbúðar. Botnlangi frá götu að húsum verður malbikaður. Af botnlanga er ekið inn á steyptar og vélslípaðar
innkeyrslur að íbúðum með hitalögn tilbúinni til tengingar.
Allar teikningar liggja fyrir þ.e. aðalteikningar, sökkulteikningar, burðarvirkisteikningar, glugga- og
hurðateikningar, lagnateikningar og rafmagnsteikningar.
Sökklar og botnplataSökklar eru um 600 mm háir. Járnabinding er 2xK12 kambstál efst og neðst í sökkli og K10 kambstál í
tengijárnum við plötu. Sökkulveggir eru eingraðir beggja vegna með 16kg/m 3 75mm plasteinangrun.
Steypa er af gerðinni S-250.
Einangrun undir plötu er 24kg/m 3 100mm plasteinangrun. Járnabinding er 6mm járnamottugrind. Steypa
er af gerðinni S-250.
LagnirFráveitu- og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi. Neysluvatnslagnir verða að fullu tengdar, rör í rör í
gólfplötu og gólfhitalagnir verða frágengnar og tengdar við gólfhita(kistu) í fullri virkni.
Einnig eru ídráttarrör út fyrir sökkul fyrir heitan pott í garð innifalin. Hverri eign verður skilað með
loftræstikerfi með varmaendurvinnslu, með innlæstri í öll svefnrými og miðrými eignar og afsogi af
salernum, þvottahúsi og eldhúsi.
RaflagnirInntakstafla fyrir rafmagn verður fullfrágengin og allar raflagnir frágengnar í loftum og veggjum.
Ídráttarrör fyrir bílhleðslutæki frá rafmagnstöflu að útvegg verður lagt.
ÚtveggirÚtveggir eru byggðir upp úr styrkleikaflokkuðu timbri 45x145mm og klæddir með 12mm krossvið að utan til stífingar. Að innan eru allir veggir einangraðir og klæddir með Intello Plus rakavarnardúk frá Proclima, OSB plötum og gipsi. Veggir verða allir yfirborðsmeðhöndlaðir og fullfrágengnir (spartlaðir, grunnaðir og full málaðir). OSB plötur tryggja góða festu fyrir þá hluti sem festa á við veggi auk þess að stífa húsið betur.
KlæðningÚtveggir eru klæddir að utan með stuðlaðri álklæðningu í sama lit og þakkantur (RAL7021). Sjá
myndband.
ÞakÞak er með tvöföldum ásoðnum þakdúk. Þakkantur er klæddur með álklæðningu í lit RAL7021.
Gluggar og hurðirGluggar og hurði eru úr ál/timbri í svörtum lit að utan en frágangur í kringum glugga og hurðir er úr áli í sama lit og utanhússklæðningin.
Opinber gjöldGatnagerðargjöld eru að fullu greidd, þ.a.s. byggingarlóð, gatnagerð, byggingarleyfisgjald, og
stofngjald holræsa.
Inntaksgjöld vatns, rafmagns og hita eru greidd.
Skipulagsgjald er greitt af seljanda.
Frágangur innanhúss:InnveggirAllir milliveggir verða einangraðir, klæddir með OBS plötum, gipsi, spartlaðir, grunnaðir og full málaðir.
LoftLoft salerna og þvottahúss verða gipsklædd og fullmáluð og frágangur og efnisval eins og votrýmum sæmir. Loft alrýmis verður gipsklædd á afrétta blikkgrind, spörtluð, máluð og fullfrágengin. Vandað verður til við hönnun og útfærslu lýsingar.
InnihurðirSvartar innihurðir með einföldum lömum.
GólfefniLjósgrátt parket frá Quikstep er á öllum herbergjum og alrými.
Í forstofu eru ljósgráar 60x60 flísar og einnig á salernum og þvottahúsi.
Bílskúr skilast með flotuðu steingólfi.
FataskáparFataskápar í stíl við aðrar innréttingar og hurðir. Vandað er til innri búnaðar.
EldhúsEldhús skilast fullbúið með glæsilegum svörtum innréttingum frá Rehau.
· Helluborð 86 cm frá Bora með viftu í miðjunni.
· Ískápur með frystir (BOSCH KIN 86VFEO)
· Innbyggður örbylgjuofn (BOSCH BEL 554MBO) og bakaraofn (BOSCH HRA 57BBO)
· Steinplata er á borðum og eyju.
· Uppþvottavél (BOSCH SMV 4HVXO3E)
BaðherbergiStór baðherbergi skilast með svartri Rehau innréttingu með steinplötu. GROHE blöndunartæki.
· Glæsileg sturta með gleri og hurð í möttum svörtum ramma. Innbyggð blöndunartæki í sturtu.
· Salerni með innbyggðum vatnskassa með glerfronti.
ÞvottahúsÞvottahús skilast með svartri Rehau innréttingu.
· Vaskur og blöndunatæki í steinborðplötu.
· Þvottavél (BOSCH WGG 242ZG) og þurkari (Bosch WQG 2410G)
LoftræstikerfiÍbúðin skilast með fullbúnu loftræstikerfi með varmaendurvinnslu.
· Innblástur í öllum svefnrýmum og miðrými eignar.
· Útsog af salernum, þvottahúsi og eldhúsi.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.