M2 Fasteignasala kynnir í einkasölu - Glæsilegt rúmgott 6.herb parhús við Mardal 11, Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ.
* Góð lofhæð á neðri hæð.
* 5 rúmgóð svefnherbergi
* Afgirtur snyrtilegur garður með heitum potti.
* 20 mínútna akstur frá Hafnarfirði og 10 mínútna keyrsla upp á Keflavíkurflugvöll.
* Stutt í þjónustu á Fitjum, matvöruverslanir og aðra þjónustu.
* Grunnskólarnir Akurskóli og Stapaskóli ásamt leikskólunum Akri og leikskólanum við StapaskólaNeðri hæðin:Forstofa með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Svefnherbergi nr. 1 var útbúið úr hluta af bílskúrnum. Parket er á gólfi og gengið inn frá forstofu.
Þvottahús er innaf forstofu með flísar á gólfi, hvít innrétting og borðpláss.
Eldhús er með flísar á gólfi, hvít innrétting og klætt að hluta með hljóðvistarplötum. Ofn í vinnuhæð, helluborð og gert ráð fyrir uppvöskunarvél.
Stofa er rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengt er út á sólpall frá stofu. Glæsilegt útsýni.
Sjónvarpshol er afmarkað og með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 og 3 eru innaf svefnherbergisgangi og baðherbergi er á milli þeirra. Harðparket á gólfum og fataskápar.
Baðherbergi er með stórt (220x100cm) niðurfellt flísalagt baðkar og sturta með lýsingu. Innrétting við vask með gott skápapláss, upphengt salerni, dökkar flísar frá Vídd. Útgengt er frá baðherbergi út á suður sólpall með heitum potti.
Geymsla er gengið í að utanverðu inn um inngönguhurð bílskúrs. En þar hefur verið afmörkuð rúmgóð geymsla.
Efri hæðin:Stigi upp á efri hæð er frá forstofu, teppalagður með glerhandriði.
Svefnherbergi nr. 4 er mjög rúmgott með parketi á gólfum og fataherbergi.
Svefnherbergi nr. 5 er mjög rúmgott með parketi á gólfum og fataskápum.
Baðherbergi á efri hæð er með flísar á gólfi og hluta veggja. Upphengt salerni og vaskskápur og skúffur með borðplássi.
Frá gangi á efri hæð er hægt að ganga út á svalir að framanverðu hússins.
Lóðin:Innkeyrsla er steypt og mjög rúmgóð. Afgirt lóð er bakatil með verönd og heitum potti. Kvöldpallur er útgengur frá setustofu.
Búið að leggja fyrir bílhleðslustöð og setja lýsingu í þakkant.
Eignin Mardalur 11 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 231-3009, birt stærð 217.9 fm.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.