M2 Fasteignasala kynnir – Glæsilegt 5.herb. vel skipulagt og vandað steinsteypt einbýlishús með bílskúr á einni hæð, miðsvæðis í Innri Njarðvík.
Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt, innkeyrsla og stétt hellulögð, hitalögn er í innkeyrslu. Stór afgirtur
garður með glæsilegum upplýstum sólpalli og heitum potti. Virkilega smekkleg eign sem vert er að skoða.
Eignin Mosdalur 11 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 229-6245, birt stærð samtals 199,4fm, þar af bílskúr 40,5.
(breyting frá skráningu FMR er að bílskúr er ca 33 fm og þvottahús var stækkað á kostnað bílskúrs).
* Húsið var málað að utan sumarið 2024.
* Lýsing í þakkanti og plani
* Gólfhiti, innfeld lýsing og aukin lofthæð er í öllu húsinu.Nánari lýsing:Forstofa er flísalögð, stór hvítur fataskápur.
Barnaherbergi nr. 1 er innaf forstofu, eikar parket á gólfi, stór hvítur fataskápur.
Alrými er innaf forstofu rúmgott og flísalagt.
Eldhús er flísalagt og með sérsmíðaðri hvítri/eikar innréttingu. Innfeld tæki fylgja, ss ísskápur
og uppþvottavél. Nýlegt spanhelluborð er í eyju og ofn er í vinnuhæð.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með stórum og björtum gluggum, samtengt eldhúsi og
alrými. Eikar parket á gólfum.
Gestabaðherbergi Gengið er inn í baðherbergi frá alrými. Flísalagt í hólf
og gólf. Sturta, upphengt salerni, sérsmíðuð hvít/eikar innrétting ásamt speglaskáp fyrir ofan
vask. Handklæðaofn.
Hjónaherbergi er með eikar parketi á gólfi og fataherbergi.
Sjónvarpshol er rúmgott og tengir við svefnherbergisgang, eikar parket á gólfi.
Barnaherbergi nr. 2 gengið í það inn af svefnherbergisgangi, eikarparket á gólfi, hvítur
fataskápur.
Barnaherbergi nr. 3 gengið inn í það inn af svefniherbergisgangi, eikarparket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, upphengt salerni, walk-in sturta með gleri.
Stór sérsmíðuð hvít/eikar innrétting með tveimur vöskum. Handklæðaofn.
Þvottahús er rúmgott með flísum á gólfi. Hvít innrétting og vaskur. Gott borðpláss fyrir tæki í vinnuhæð.
Hurð út á bílaplan. Handklæðaofn.
Bílskúr er með bílskúrshurðaropnara og hurð út í garð. Stórt og gott milliloft í bílskúr með
hillum sem fylgja. Innangengt er í bílskúr gegnum þvottahús.
Sólpallur frá borðstofu er gengið út á stóra og fallega timburverönd, afgirtur garður með
heitum potti og fallega upplýstur.
Mosdalur 11 er vandað og fallegt hús í rólegri botnlangagötu. Ekki er nema 20
mínútna akstur frá Hafnarfirði og 10 mínútna keyrsla upp á Keflavíkurflugvöll. Stutt í
þjónustu á Fitjum, matvöruverslanir og aðra þjónustu. Grunnskólarnir Akurskóli og
Stapaskóli ásamt leikskólunum Akri og leikskólanum við Stapaskóla eru í göngufæri
ásamt glæsilegum íþróttamannvirkjum og sundlaug.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.