M2 Fasteignasala kynnir í einkasölu rúmgott einbýlishús við Erlutjörn 4, Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ.Eignin Erlutjörn 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 228-5111, Íbúðarhlutinn er 227,8m² auk 42,0m² bílskúrs samtals birt stærð 269,8 fm.* Innkeyrsla er nýlega steypt og gert ráð fyrir hitalögn í stéttum.
* Stór afgirtur pallur með heitum potti.
* 4 rúmgóð svefnherbergi.
* Göngufæri við skóla og leikskóla.* Húsið er staðsett í rólegri botngötu. Forstofa er með flísar á gólfi og eikar skápum. Inngengt er í bílskúr frá forstofu.
Eldhús er opið við stofu. Eikarinnrétting og hvítar skúffur, háfur, helluborð í eyju og ofn í vinnuhæð í innréttingu.
Stofa er með flísar á gólfi, settur hefur upp skilrúmsveggur milli sjónvarpshols og eldhúss, þar er gert ráð fyrir heimabíó lögnum. Halógen lýsing er í loftum.
Setustofa er í sólstofu, flísar eru á gólfi og útgengt út í garð.
Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting er við vask og spegill. Sturta með glerþili og upphengt salerni.
Aðalbaðherbergi er innaf svefnherbergis álmu. Flísalagt í hólf og gólf og útgengt út í garð. Innrétting við vask, hornbaðkar og sturta með glerþili og innbyggðum tækjum.
Fjögur stór svefnherbergi með flísum á gólfi. Skápar eru í eru í tveimur herbergjum og flísar á gólfi.
Þvottahús er með hvítri innréttingu og skápum, útgengt er út í lóð og flísar eru á gólfi.
Vinnuherbergi er innaf þvottahúsi, flísar á gólfi og gluggi.
Bílskúr er ókláraður, búið er að einangra loft og gera ráð fyrir millilofti. Veggi er búið að klæða með gipsi. Gólf er steypt.
Nánar um húsið: Húsið er kubbahús, þ.e. steypt í plastkubba frá Varmamótum og útveggir steinaðir. Þakjárn er Aluzink þakjárn. Allir gluggar smíðaðir úr furu.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.