Sólvallagata 47, 230 Keflavík
108.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
242 m2
108.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
100.500.000
Fasteignamat
87.550.000

M2 fasteignasala kynnir í einkasölu - Tveggja íbúða einbýlishús á eignalóð við Sólvallagötu í Keflavík, Reykjanesbæ

* Skoða skipti á minna *

* Húsið er staðsett nálægt miðbæ og stutt er í alla þjónustu ss banka, verslun, skóla og íþróttamiðstöðvar.
* Búið er að endurnýja glugga og gler víða í húsinu
* Þakjárn hefur verið endurnýjað
* Parket er nýlegt á stofu og eldhúsi
* 2-3 herbergja íbúð á neðri hæð með sérinngangi sem er í útleigu Á 270.000 kr

* Húsið stendur á stórri afgirtri 887fm EIGNALÓÐ

Hægt er að minnka útleiguíbúð niðri og taka aukaherbergi sem hluta af húsinu. Þá er gengið niður í hol og innaf holi er stórt herbergi með skápum. Þannig væri efri hæðin 4.herbergja. 

Efri hæð hússins skiptist í Andyri / Sólstofu, þvottahús með geymslu, eldhús með eyju, stór stofa / borðstofa, 2 svefnherbergi og baðherbergi.
Neðri hæðin skiptist í Andyri, geymslu, stofu, eldhús, hol, baðherbergi og svefnherbergi.


Húsið sjálft er skráð 203 fm og bílskúr 39,5 fm, alls 242,5 fm. Bílskúr er í dag ásamt hluta neðri hæðar innréttað sem tveggja herbergja íbúð í útleigu.
 
Efri hæðin:
Inngangur um sólskála á efri hæð. Flísar á gólfi. 
Þvottahús með flísar á gólfi, innrétting með skolvask. Geymslu á vinstri hönd.
Eldhús með nýlegri innréttingu rúmgóðri innréttingu og borðkrók. 
Stór stofa og borðstofa í einu rými, nýjir gluggar og gler verða í allri stofunni.  
Baðherbergið er flísalagt, baðkar með sturtu aðstöðu, salerni og innrétting.
Hjónaherbergi með fataherbergi innaf, parket á gólfi.
Barnaherbergi með parket á gólfi.

Neðri hæðin:
Sérinngangur er í íbúð á neðri hæð.
Eldhús er með parket á gólfi. Viðar innrétting með eldavél og viftu.
svefnherbergi með parket og skápum.
stofa með parketi.
Baðherbergi er flísalagt með vask, salerni og sturtu. Þvottaaðstaða á baði.
Hægt að vera með stofu í alrými hjá eldhúsi þá er íbúðin orðin 3.herbergja.

Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.