M2 fasteignasala kynnir í einkasölu 4.herbergja íbúð á 1.hæð í tveggja hæða fjölbýli við Breiðbraut 675 á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Eignin Breiðbraut 675 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 231-1780, birt stærð 147.1 fm.
Nánari lýsing:Anddyri er með parket á gólfi.
Stofa er björt með harðparket á gólfi, hægt er að bæta við herbergi í hluta af stofunni. Útgengt á verönd frá stofu.
Eldhús er með eldri hvíta eldhúsinnréttingu. Harðparket á gólfi. Tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur við glugga.
Hjónaherbergi er mjög stórt, harðparket á gólfi. Fataskápur úr eik. Sér baðherbergi er inn af hjónaherbergi með dúk á gólfi og sturtu. Gluggi er á baðherberginu.
Tvö barnaherbergi með harðparket á gólfi með fataskápum og eru rúmgóð.
Baðherbergi er með dúk á gólfi, baðkar og innréttingu.
Þvottahús er innan íbúðar, dúkur á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Skápur og hillur.
Tvær geymslur fylgja íbúðinni, önnur er innan íbúðarinnar og hin er inn af forstofunni. Báðar með hillum.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.