M2 fasteignasala kynnir í einkasölu - Veitinga- og hótel rekstur Kaffi Duus við Smábátahöfnina í Keflavík, Reykjanesbæ. Um er að ræða fasteign, rekstur, tækjakost og allt innbú Hótel Duus og Kaffi Duus. Húsið var upphaflega byggt 1997 en hótel rýmið var tekið í notkun 2019.
Spennandi rekstur í ört vaxandi fjölgun ferðamanna, frábært tækifæri til uppbyggingar í aðeins 5 mínútna fjarðlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Veitingarreksturinn tekur 100 manns í sæti.
Tveir veitingarsalir, miðjusalur er með gólfhita og þar eru básar sem rúmar 22 manns í sæti.
Gluggasalurinn er með útsýni yfir smábátahöfnina og rúmar 78 manns í sæti.
Stór afgreiðslubar með innréttingu og tveimur afgreiðslukössum.
Morgunverðaraðstaða sem tengir veitingarsalinn og hótelið saman.
Tvö eldhús eru ásamt stórum frystir, kælir og lageraðstöðu. Epoxy er á gólfum.
Starfsmannaaðstaða er innaf eldhúsi, sér starfsmanna salerni innaf aðstöðu.
Skrifstofa er á annari hæð yfir eldhús og lagerrými. Gott geymslupláss er á lofti.
Tvö salerni eru innan veitingarhússins þegar gengið er inn á Kaffi Duus.
Gólfefni eru flísar á anddyri, vínilparket á veitingarsölum og epoxy á eldhús og lagerrýmum.
Hótelið er á þremur hæðum með
14 herbergi sem öll eru með sérbaðherbergjum, ellefu herbergi eru með svölum en þrjú eru án.
Sérinngangur er inná Hótel Duus og er gengið inní móttöku hótelsins.
Á rishæð eru sjö herbergi og eru fjögur herbergi með svalir og útsýni yfir smábátahöfnina.
Á miðhæð er móttaka og setustofa. Fjögur herbergi með svalir og útsýni yfir smábátahöfnina.
Á 1.hæð/kjallara eru þrjú herbergi með svölum. Þvottahús hótelsins og geymsla. Inntaksrými er í kjallara.
Lyfta er fyrir miðju hússins á milli miðhæðar og rishæðar.
Gólfefni eru flísar og teppi á móttöku og göngum. Vínilparket er á herbergjum en epoxy á böðum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu M2 fasteignasölu í síma 421-8787 eða [email protected]